
ég er eirðarlaus.
mig langar að byrja á nýrri sögu en hef ekki klárað hina og á erfitt með að byrja á nýrri.
____________________________________________________________
mitt ráð við ástarsorg er að skrifa. Ég skrifa honum ástarjátningar og dreg upp mynd af framtíðinni sem við hefðum getað átt saman. Ég skrifa líka annað bréf þar sem ég tel upp alla ókostina hans og hvernig líf mitt muni batna til muna eftir ég losaði mig við hans áttatíu aukakíló sem voru að halda aftur að mér og mínum frama.
Þetta er meira að segja smá athöfn hjá mér. Ég fer í bókabúð og vel mér bók með táknrænni mynd framan á, svona eftir stemmingu sambandsslitanna, með hreinum ólínustrikuðum síðum. Ég fer heim og fer í kósí gallann. Ég set saman tónlistarlista í tölvunni með lögum sem fjalla um ástina og væntingar og vonbrigði og lagið okkar, af einhverjum ástæðum laumar Celine Dion sér alltaf þarna inn á þau að ég eigi ekki einn geisladisk með henni. Kannski er það bara stemminginn við að hálfgóla með grátstafi í kverkunum, All by myself, dont want to be.... Undirbúningurinn fyrir mitt andlega uppgjör heldur áfram. Ég kveiki á kertum og opna eina Montes Alpha eða Bollinger kampavín, allt eftir pungum sem við á, og japla á poppi og súkkulaðirúsínum. Ég fer í skriflegt uppgjör við sjálfa mig, ástina, lífið og punginn sem um ræðir. Ég skrifa mikið og fer í mikinn ham. Ég gleymi stöfum í orðum og klára ekki setningar. Allar hugsanir verða að fá útrás. Þær verða að fá hljómgrunn. Ég einfaldlega legg það ekki á neina vinkonu mína að hlusta á allan þennan væl í mér, ég er fullorðin og ég get komist í gegnum þessa ástarsorg ein og óstudd. Nema bókin. Ég hef alltaf bókina. Ég krota og krassa og skrifa ofan í tárin sem bleyta blaðsíðurnar. Ég legg bókina frá mér. Stari upp í loftið og leyfi playlistanum að klárast. Ég fer inn á bað og reyni að þrífa maskararendurnar af kinnunum mínum, skola og bursta tennurnar með hvítingarefni og ber á mig hrukku og appelsínuhúðarkremið frá Dauðahafinu. Ég skipti um á rúminu og reyni að byrja upp á nýtt. Autt rúm er betra en illa skipað, sagði skáldið og ég trúi því. Bókina geymi ég þangað til ég þarf að grípa til hennar aftur. Ég les hana svo yfir við næstu ástarsorg til að athuga hvort ég hafi nú ekki lært eitthvað á þeirri seinustu. Oftast hef ég bara ekki lært neitt. Sömu tilfinningarnar og sömu hugsanirnar. En, ég forðaði vinkonum mínum frá öllum örvæntingarhugsununum og út á við virkaði ég sterk og þroskuð kona. Bókin geymir litlu frekjudollunna sem stappaði niður fótunum og öskraði: Þú getur ekki hætt með mér, ég er það besta sem hefur hent þig og ég veit þú munt koma vælandi tilbaka eftir átján mánuði eða minna!
Ég á allt í allt átta stútfullar bækur af slíkum pælingu. Ótrúlega hjálplegt. Mæli með því.
brot úr einni sem ég byrjaði á seinasta sumar...
skiptir þetta kannski engu máli?
siggadögg
-sem er innipúki-
5 ummæli:
biddu biddu
ertu komin i astarsorg
jamm i kef 13 mai kemur tu med
UHHHH JES!!!
bíddu það er sunnudagur???
nei ég er ekki í ástarsorg, ég skrifaði þetta fyrir langa löngu..
ég er í allt öðru en ástarsorg :)
siggadögg
sorry meinti 12 mai
Vildi bara minna þig á það Siggi minn, að uppáhaldsfrænka kemur heim á flottasta degi ársins! Minns verður friggin 23 ára þann dag. Nú þá er jafnframt kosið og Íslendingar verða pissed yfir því að við tökum ekki þátt í Eurovision því við dúsum til eilífðarnóns í bévítans forkeppninni!
Já þetta verður ansi viðburðarríkur dagur, skal ég segja þér!
Gott að þú sért ekki í ástarsorg. Fékk pinku sjokk þegar ég byrjaði að lesa þetta. Trúði ekki að þú hefðir jinxað sjálfa þig með því að blogga um prinsinn!!!
Ást úr RVK - Sunni
Úff Sigga mín þú verður að setja svona disclaimer fremst á þessa bloggfærslu til þess að við fáum ekki öll svona fyrir hjartað að lesa þetta. Ég eyddi einmitt heilu ári svona í USA frá 19-20 þar sem ég sat ein á kaffihúsum flesta daga og skrifaði í bók eða las og velti mér úr melankólíu...
mjög gagnlegt svo lengi sem maður týnir sér ekki...
gott að allt er gott.
Skrifa ummæli